Allir sem eru í staðgreiðsluskrá, óháð aldri eða hvort þeir eru búsettir á landinu eða ekki. Í þýðinu eru allir sem fá skattskyldar tekjur, það er, staðgreiðsla launa (þar á meðal fæðingarorlofsgreiðslur), reiknað endurgjald og einstaklingar sem eru launagreiðendur (samkvæmt launagreiðendaskrá). Ef einstaklingur fellur frá er hann ekki talin með í þýðinu frá og með mánuði andláts, jafnvel þó hún hafi fengið laun greidd eftir andlát. Um er að ræða bráðabirgðatölur sem geta tekið breytingum yfir tíma þar sem gæði grunngagna eru betri fyrir nýrri ár.